Bronner Bubble Buddy sápudiskur

3.200 kr.

The Ocean Bubble Buddy eða Búbbluvinurinn úr hafinu er búinn til úr endurunnu hafplasti. Hann virkar bæði sem sápudiskur og rifjárn fyrir sápu

Lagerstaða: Á lager

The Ocean Bubble Buddy eða Búbbluvinurinn úr hafinu er sápudiskur og rifjárn fyrir sápu. Um 99% af plastinu sem fer í að búa sápudiskinn til, er tekið beint upp úr hafinu og er það aðallega fengið úr ónýtum fiskinetum, sem stundum eru kölluð drauganet. Þessi sápudiskur er hannaður til að gera fólki auðveldara fyrir, að skipta yfir úr notkun á fljótandi sápu, sem kemur í plastflöskum, yfir í sápustykki, eins og Dr. Bronner’s sápustykkin, sem koma vafin inn í endurunnin pappír.

Rifjárnið má nota til að rífa sápuna niður, og blanda hana með vatni. Þá er hún tilbúin til notkunar fyrir líkamann og heimilið: https://bit.ly/oceanbubblebuddyblog 

Þessi einstaka vistvæna hönnun var búin til af Foekje Fleur í samvinnu með Sea Shepherd til að vekja athygli á þeim vaxandi vanda sem plastmengun er. Villt sjávarlíf þarf öruggt athvarf sem er laust við mengun, plast og annað sjávarrusl sem kæfir og eyðileggur heimkynni þeirra. Sea Sheperd vernda þetta viðkvæma vistkerfi og styðja við verkefni til að koma í veg fyrir að frekara plast berist í höfin, verkefni eins og Búbbluvininn eða Bubbe Buddy. Hin sérstaka blanda safnaðs hafplasts, þar á meðal fiskineta gefur Bubble Buddy þennan dökkgræna litartón.  Fullkomin vistvæn, sjálfbær gjöf – handa þér eða einhverjum sem þú elskar – til að gera heiminn að hreinni stað!

Bubble Buddy er að 99% hluta búinn til úr plasti, sem fiskað er upp úr hafinu. Aðallega yfirgefnum og slitnum fiskinetum.
Bubble Buddy virkar bæði sem sápudiskur og rifjárn fyrir sápu og það er hægt að nota hann á marga vegu. Rifjárnið má nota til að rífa sápuna niður og blanda hana með vatni. Þá er hún tilbúin til notkunar fyrir líkamann og heimilið. Með því að snúa rifjárninu niður má nota Bubble Buddy sem sápudisk. Holurnar í rifjárninu leiða vatnið niður í safnhólfið svo sápan helst þurr og endist lengur. Lesa má meira um Búbbluvininn úr hafinu eða the Ocean Bubble Buddy og uppskriftir fyrir niðurrifin sápustykki hér: Bubble Buddy blogg
Vörukarfa