Mercola vítamín B blanda 1mán

7.990 kr.

B vítamínin eru grundvallar stuðningur fyrir heilann, taugakerfið, ónæmiskerfið, orkubúskap líkamans, efnaskipti fruma, heilbrigði líffæra og líkamsvefja og margt, margt fleira.

Ekki til á lager

Vegna víðtækra áhrifa B-vítamína getur skortur á þeim lýst sér á margskonar hátt. Svefnvandamál geta t.d. orsakast að skorti á B-vítamínum, óútskýrð þreyta (blóðleysi), óþægindi í vöðvum og/eða liðamótum, skapsveiflur, ruglingur og tilfallandi gleymska og margt fl.

Það er ýmislegt sem getur ýtt undir B-vítamín skort, eins og t.d. öldrun, einhæft matarræði og mikil alkóhól neysla. Vegna þess að B-vítamín eru vatnsleysanleg, (líkaminn býr ekki til forða) verðum við að fá þau öll með fæðunni á hverjum degi. Ef mataræðið er ekki gott, eða upptaka fæðunnar er ekki eins og best verður á kosið, þá er nauðsynlegt að taka inn góða B-vítamín blöndu.

Mercola B-vítamín blandan er einstök blanda með öllum 8 B-vítamínunum í góðu jafnvægi og:

  • Inniheldur hágæða PANMOL® B-vítamín blöndu sem er unnin úr lífrænum kínóa spírum (glúteinlaust) og er upptakan margfalt meiri en úr heilkorna fæðu.
  • Upptakan er einstaklega góð þar sem B-vítamínin eru bundin kínóa spírum úr kínóa fræjum á lífrænan hátt, mikið betur en úr tilbúnum vítamínum.
  • Inniheldur fituleysanlegt Benfotiamine (B-1 þíamín) sem eykur upptöku á B-1 og styður við frumur í líkama og heila.

 

Fyrir fullorðna: 1 hylki að morgni og 1 hylki að kvöldi.
Vörukarfa