PL 90% Ferskvatns Kristals Kísill

2.990 kr.
Til á lager

90% Ferskvatnskísill

Kísill er steinefni sem er líkamanum nauðsynlegt og er þriðja algengasta snefilsteinefni líkamans á eftir járni og sinki.

Í dag er stundum talað um kísil sem gleymda steinefnið vegna þess hve litla athygli það hefur fengið í næringarumræðunni. Því hefur verið haldið fram að við fáum nóg úr fæðu og drykkjarvatni en margt bendir til þess að margir líði skort. Ástæðan fyrir því er líklega ónóg neysla þeirra matvæla sem innihalda mestan kísil, grænmetis og ávaxta, og að þessi sömu matvæli innihaldi ekki það magn kísils sem þau ættu að gera vegna þess að þau eru oft ræktuð í næringarsnauðum jarðvegi. Stöðugt kemur betur í ljós hvað kísill gegnir mörgum störfum í líkamanum og er honum nauðsynlegt til að starfa rétt og því mikilvægt að huga að þessu mikilvæga steinefni.


Dr.Barbara Hendel (höfundur bókarinnar Water and Salt) segir að “kísill sé mikilvægasta steinefnið til þess að viðhalda góðri heilsu og spilar mikilvægt hlutverk við upptöku annarra steinefna í líkamanum. Hún heldur því fram að flestir einstaklingar þjáist af kísilskorti og kísill hjálpi til við upptöku á mikivægum steinefnum eins og járni og kalki.

Dr. Hallgrímur Þ. Magnússon mælir sérstaklega með Purelife kísildufti því það sé lífrænt og sérstaklega auðvelt í upptöku.

Hvers vegna kísill?

  • Fyrir hár, húð, neglur, bein og liði - ómissandi uppbyggingarefni þessara vefja
  • Fyrir meltinguna - hefur hreinsandi áhrif, sérstaklega öflug gegn óvinveittum sveppagróðri og snýkjudýrum og hjálpar þannig að koma jafnvægi á þarmaflóruna
  • Fyrir heilbrigða heilastarfssemi - rannsóknir hafa sýnt fram á að kísill getur komið í veg fyrir uppsöfnun áls í heilanum og þannig varið hann fyrir hrörnun
  • Fyrir hjarta og æðakerfi - kísill er mikilvægt uppbyggingarefni æðaveggja og getur þannig verndað æðakerfið fyrir æðakölkun

Næringargildi

Skammtastærð: 1 mæliskeið (7,5 g)


                                                magn í 1 mæliskeið


Kristals kísill                                                  7,5 g

Silica (Silicon dioxide)                                 6,75 g

Snefilefni (Trace minerals)                          0.75 g


Inniheldur ekki ger, mjólkurvörur, egg, glúten, soja, hveiti, sykur, sterkju, rotvarnar -, litar eða bragðefni.

Inntaka:

  • Purelife kísilinn er örfínt duft sem má blanda við hvaða vökva sem er - t.d. vatn, safa, mjólk eða þeytinga
  • Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna er 1-2 mæliskeiðar á dag
  • Ef þú ert á lyfjum máttu ekki taka kísil nema að læknirinn þinn gefi grænt ljós - getur aukið upptöku lyfjanna og því verður að hafa varúð á!
  • Fólk með nýrnavandamál má ekki taka kísil því nýrun sjá um að vinna úr honum
  • Alltaf er ráðlagt að taka hlé á inntöku reglulega (t.d. inntaka í mánuð - frí í 2 vikur)  - til að setja áreiðanlega ekki of mikið álag á nýrun
  • Ekki ætlað börnum yngri en 6 ára og hámarksskammtur fyrir börn er 1/2-1 tsk á dag

 

Þessari vöru er ekki ætlað að lækna, meðhöndla, né koma í veg fyrir sjúkdóma.