Nýtt og betrumbætt form af CoQ10!
Ubiquinol frá Dr. Mercola

 

Ubiquinol CoQ10 er efni í líkamanum sem gegnir afar mikilvægu hlutverki þegar frumur framleiða orku

 

Ensím

Til að skilja hvað það er sem Ubiquinol gerir í raun og veru, er best að byrja á stuttri skýringu á ensímum.

Ensími gegna mikilvægu hlutverki í líkamanum. Þau gera okkur kleift að melta  mat og vinna orku úr næringarefnum. Alls staðar í náttúrunni gera ensími flókin efnahvörf möguleg og skilvirk.

Til þess að ensím virki sem skyldi þurfa þau hjálp frá svokölluðum kóensímum. Það eru náttúruleg efnasambönd sem aðstoða ensímin við að vinna ákveðin störf eins og að melta kolvetni eða prótein í líkamanum eða umbreyta næringarefnum í þá orku sem líffæri okkar þurfa til að geta starfað.
 

CoQ10 fæst í tveimur afar mismunandi formum

CoQ10 er eitt þekktasta og mest rannsakaða kóensímið. Fjöldi fólks kaupir þetta bætiefni vegna góðra áhrifa þess á hjartað, en flest vita ekki að þetta lífsnauðsynlega efni fæst í tveimur mismunandi formum. Hvort um sig virkar á ólíkan hátt í líkamanum.

Ubiquinone, eða hefðbundið CoQ10, er enn sem komið er algengasta formið á markaðinum, enda var það var eina formið af CoQ10 sem fékkst í verslunum til ársins 2007. Upp úr þeim tíma hófst framleiðsla og sala á háþróaðra formi af CoQ10 sem kallast Ubiquinol.
 

Munurinn á hefðbundnu Ubiquinone CoQ10 og Ubiquinol CoQ10

Inntaka á hefðbundnu CoQ10 bætir heilsuna á margvíslegan hátt, en líkaminn nýtir það ekki eins vel og Ubiquinol. Líkaminn verður að umbreyta hefðbundnu CoQ10 í Ubiquinol áður en hann getur nýtt það til framleiðslu á frumuorkunni sem hjartað og önnur mikilvæg líffæri þurfa á að halda.

Nú til dags eru sölutölur Ubiquinols að hækka sjöfalt hraðar en sölutölur hins eldra forms af CoQ10, í takt við vakningu hjá almenningi um kosti Ubiquinols framyfir Ubiquinone.
 

Ubiquinol hinn mikli andoxari

Ólíkt hefðbundnu CoQ10 er Ubiquinol líka sterkt andoxunarefni. Það þýðir að efnið hlutleysir og gerir skaðlaus sindurefni (e. free radicals) sem geta valdið skaða á heilbrigðum frumum í líkamanum. Í stuttu máli sagt koma andoxunarefni í veg fyrir skemmdir í líkamanum af völdum oxunar og styrkja þannig um leið ónæmiskerfið og auka varnir líkamans gegn sjúkdómum og sýkingum.
 

Þegar við eldumst

Þegar fólk er orðið 30 ára og sérstaklega eftir 45 ára aldurinn, á líkaminn æ erfiðara með að breyta hefðbundnu CoQ10 yfir í Ubiquinol CoQ10 og ferlið verður allt saman óskilvirkara. Þess vegna velja margir á þessum aldri og eldri að taka inn skilvirkara formið af CoQ10 sem heitir Ubiquinol.

Magn Ubiquinols í líkömum eldri einstaklinga hefur mælst lægra en hjá þeim sem yngri eru, en það mælist einnig lægra hjá þeim sem þjást af hjarta- og æðarsjúkdómum og kvillum sem tengjast taugum, lifur og brisi.
 

Ubiquinol styrkir líffærin

Hlutfall Ubiquinols er mjög hátt í vefjum líffæra sem krefjast mikillar orku til að sinna daglegri starfssemi. Þetta á við um líffæri eins og hjartað, heilann, vöðvana og nýrun. Ubiquinol finnst í raun, í mismunandi miklu magni, í flestum frumum okkar og vefjum. Þetta kröftuga andoxunarefni hlífir líffærunum við skemmdum og styður við heilbrigða orkuframleiðslu í frumum líkamans.

Þegar hjartað, heilinn og önnur líffæri fá nægt eldsneyti þá virka þau betur en ella, sem skilar sér í betri líðan og heilsu almennt. Ubiquinol er sérstaklega mikilvægt bætiefni fyrir þá aðila sem hafa fjölskyldusögu um vandræði tengd hjartaheilsu. Annar kostur við Ubiquinol er að það er talið blóðþrýstingsjafnandi og auka heilbrigt blóðflæði um líkamann.
 

Fyrir fólk sem tekur inn kólestról lækkandi lyf

Kólestról lækkandi lyf lækka Ubiquinol gildi í blóði vegna þess að þau hindra framleiðslu þess í lifrinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að inntaka á Ubiquinol snúi að vissu leyti við skaðlegum áhrifum kólestról lækkandi lyfja á líkamann.
 

Kaneka Ubiquinol

Ubiquinolið frá Dr. Mercola er Kaneka Ubiquinol, sem er hið eina og sanna. Kaneka hefur einkaleyfi á framleiðslu þess. Kaneka Ubiquinol er hið virka form af CoQ10 sem er búið til á náttúrulegan hátt með gerjun og er líffræðilega eins og Ubiquinolið sem líkaminn framleiðir. Því þarf líkaminn ekki að umbreyta því úr Ubiquinoni yfir í Ubiquinol heldur er það strax tilbúið til að nýtast í líkamanum.
 

Umbúðir

Ubiquinolinu frá Dr. Mercola er pakkað inn í afar sterk loftþétt hylki sem vernda innihaldið frá því að oxast eða þrána.