Nú er meistaramánuður hafinn þar sem fólk er hvatt til að setja sér markmið stór og smá sem miða að því að bæta lífið á einhvern hátt.

Okkur finnst þetta frábært og hvetjum ykkur til að setja ykkur markmið og standa við þau.

Þegar við setjum okkur markmið er gott að hafa nokkur atriði í huga:

  • Markmiðið þarf að vera raunhæft – ekki setja þér of háleit markmið sem þú veist þú getur ekki staðið við. Settu þér frekar minni, færri eða einfaldari markmið sem þú treystir þér til að framkvæma.
  • Markmiðið þarf að vera mælanlegt – þú þarft að hafa einhvern ramma utan um markmiðin. Ákveddu hversu lengi, oft eða mikið.
  • Skrifaðu markmiðið niður og segðu öðrum frá því – þetta veitir aðhald og meiri líkur eru á að þú gleymir þér ekki.

 

 

Okkur langar að búa til smá meistarasamfélag með vinum Mömmu og biðja ykkur að deila ykkar markmiðum með okkur. Sendið okkur í tölvupósti (info@mammaveitbest.is) hver markmið ykkar eru og hvernig þið ætlið að ná þeim. Í lok mánaðar langar okkur svo að heyra aftur frá ykkur um hvernig til tókst.

Í lok meistaramánaðar ætlum við svo að draga út. Vinningshafi fær 1 gjafabréf upp á 15.000kr í Mamma veit best og Dr. Bronner sápu, bodylotion og hárnæringu

Gangi ykkur alltaf sem best

Heilsukveðjur

Tilboð mánaðarins er á Neera detox sírópinu og Pure Synergy línunni. Neera verður á 20% afslætti allan febrúar & Pure Synergy á 15% afslætti.