Mamma Veit Best er Heilsubúð og Heildsala með hágæða bætiefni, og snyrtivörur.

Mamma Veit Best er fyrirtæki með þann tilgang að færa ykkur það besta af lífrænum heilsuvörum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Nafnið vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og að hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að. Með það að leiðarljósi gerum við okkar besta til að virða og heiðra móðurina sem við deilum öll, Jörðina.

 


Stefnan okkar

Við vitum að það er heill frumskógur af bætiefnum í boði hér á landi. Við vitum líka að þau eru eins misjöfn og þau eru mörg, og eru langt frá því að standa jafnfætis hvað gæði varðar. Þess vegna veljum við allar okkar vörur af kostgæfni til að tryggja að þær séu eins náttúrulegar, áhrifaríkar, heiðarlegar og umhverfisvænar og hugsast getur. Okkar markmið er að þegar þið kaupið af okkur vörur getið þið verið örugg um að fá það besta fyrir ykkur sjálf og fjölskylduna hvað varðar gæði, hreinleika og virkni.

Við erum lítill en ástríðufullur hópur fólks með margra ára reynslu og menntun í næringar- og heilsugeiranum, tilbúin að hjálpa þér að taka ábyrgð og stjórn á eigin heilsu

Framtíðin

Við hjá Mamma veit best reynum að lifa í núinu en erum samt alltaf að hugsa okkar næstu skref. Við erum dugleg að kynna okkur nýjungar, förum erlendis á heilsuvörusýningar og setjum okkur í samband við fagaðila um allan heim ef nýjar vörur vekja áhuga okkar. Einnig fylgjumst við vel með rannsóknarheiminum sem stöðugt er að færa okkur nýjar upplýsingar og niðurstöður sem við getum miðlað til viðskiptavina okkar og notað til ákveða hvaða vörur við viljum bjóða uppá.

Markmið okkar er að halda áfram að bjóða uppá hágæða vörur og þjónustu og stuðla að því að Mamma veit best ehf, Móðir Jörð og við öll getum vaxið og dafnað í sátt og samlyndi.

 

Heilbrigður lífstíll og tilgangur bætiefni

Bætiefnabransinn er oft gagnrýndur fyrir að fullyrða um virkni sem þykir ósönnuð og að gefa fólki falskar vonir um bót á hinum ýmsu vandamálum. Oft er þessi gagnrýni byggð á fordómum og er skellt fram án röksemda þó stundum eigi hún rétt á sér.

Við hjá Mamma veit best leggjum ríka áherslu á það að EKKERT kemur í stað heilnæms mataræðis og heilsusamlegs lífsstíls þegar kemur að því að halda heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Bætiefni eru það sem nafnið gefur til kynna; viðbót við mataræðið sem svo sannarlega veitir ekki af hjá mörgum. Bætiefni eru eins misjöfn og þau eru mörg og sum þeirra eru vita gagnslaus. Þess vegna leggjum við svona mikið upp úr því að velja þær vörur sem við seljum af kostgæfni. Hjá okkur færðu faglegar, einstaklingsmiðaðar ráðleggingar sem taka mið af þínum einstöku þörfum og vörur sem eru bæði hreinar og virkar.

Hópurinn okkar :)