Bronner sagan:

„Uppbyggilegur kapítalismi er að deila gróðanum með starfsfólkinu þínu og Jörðinni sem gaf þér hráefnið“

-Dr. Emanuel Bronner (1908-1997)

 

 

Galdrasápur Dr. Bronner byggja á gömlum gildum hvað varðar gæði og einfaldleika sem staðist hafa tímans tönn. Sápugerðarhefðin á djúpar rætur hjá Bronnerfjölskyldunni. Emanuel Bronner,  sem fæddist 1908, var af þriðju kynslóð fjölskyldunnar til að verða viðurkenndur sápugerðarmeistari. Árið 1929 flutti hann uppskriftina að hágæða fljótandi sápum og sápustykkjum til Bandaríkjanna þar sem fyrirtækið Dr.Bronners Magic Soaps var stofnað í núverandi mynd 1948.

 

Fyrstu árin áttu sápurnar sér lítinn en tryggan hóp aðdáenda sem þekktu þær og virtu fyrir gæði, fjölbreytta notkunarmöguleika og hversu umhverfisvænar þær eru.

Seint á 7.áratugnum fór síðan salan á flug, ekki bara vegna óviðjafnanlegs hreinleika vörunnar heldur einnig vegna þeirrar líffsýnar sem Dr.Bronner stóð fyrir. Skilaboð hans til fólksins um að við séum öll ein stór fjölskylda og ættum að sameinast í friði og sátt óháð þjóðerni eða trúarbrögðum. Ásamt því að virða móður jörð virðist hafa hitt í mark hjá mörgum.

Fljótlega varð Dr. Bronner sápan á allra vörum vegna þess góða orðspors sem hún hafði skapað sér og á næstu áratugum var hún ekki aðeins komin í allar heilsubúðir heldur einnig almennari verslanir í Bandaríkjunum. Þannig eignuðust sápur Dr. Bronner sívaxandi hóp aðdáenda á öllum aldri af öllum stigum þjóðfélagsins. Í framhaldi urðu vinsælustu náttúrulegu sápurnar í Norður Ameríku.

 

Í dag er það fjórða og fimmta kynslóð Bronner fjölskyldunnar sem rekur fyrirtækið. Enn er haldið fast í gömlu gildin við sápugerðina. Hvergi er slegið af kröfum hvað varðar gæði, hreinleika og sanngirni í viðskiptum.

2008 var tímamótaár í sögu fyrirtækisins. Þá voru ekki aðeins liðin 60 ár frá stofnun fyrirtækisins í Bandaríkjunum heldur einnig 150 ár síðan Bronner fjölskyldan stofnaði fyrstu sápugerðina í Þýskalandi. Á þessum langa tíma hefur stjórnendum fyrirtækisins tekist að heiðra og halda í ræturnar og þann dýrmæta arf sem þeir búa að jafnhliða því að þróast í framsækið nútíma fyrirtæki. Fyrirtækið stundar sanngjörn viðskipti og deilir hluta af hagnaði sínum til góðgerðarmála um allan heim.

 

Dr. Bronner hreinar Castile sápur:

-fljótandi sápur og sápustykki-

Einstakar sápur unnar úr blöndu lífrænna, extra virgin kókos-, ólífu-, jojoba- og hampolía ásamt hreinum ilmkjarnaolíum. Útkoman er ekki aðeins laus við öll kemísk efni heldur freyðir hún vel, er ótrúlega drjúg, hreinsar vel, er mild fyrir húðina og umhverfisvæn.

 • Algjörlega niðurbrjótanleg og unnin úr jurtum
 • Unnin úr lífrænt vottuðum fair trade og lífrænum olíum
 • Fjölbreyttir notkunarmöguleikar
  • Hár-, húð- og handsápa
  • Frábær til að fjarlægja farða
  • Frábær í heimilisþrifin og í þvottavélina
 • Engin kemísk freyði-, þykkingar- eða rotvarnarefni
 • 100% Post-Consumer Recycled (PCR) endurunnið plast í flöskunum og pappír í miðunum
 • Allar sápurnar eru Fair Trade vottaðar
 • Einfaldar, umhverfisvænar blöndur byggðar á áratuga reynslu og gæðakröfum
 • Mest selda náttúrulega sápan í Norður Ameríku

 

Innihaldsefni: Vatn, lífræn kókosolía*, potassium hydroxide**, lífræn ólífuolía*, lífræn fair deal hampolía, lífræn jojobaolía, sítrónusýra, tocopherol

*vottað fair trade, **ekkert verður eftir í fullunninni sápu

Fáanlegar með ilm af möndlu, sítrus appelsínu, tröllatré (eucalyptus), lofnarblómi (lavender), piparmyntu, rósum, te tré og baby-mild með engum ilmi.

Allar sápurnar eru bæði lífrænt- og fair trade vottaðar

 

Raksápugel

Henta vel við rakstur hvar sem er á líkamanum og hjálpa þér að ná silkimjúkri áferð án þess að erta húðina.

Fimm tegundir fáanlegar: Án ilms, lofnarblóm, sítrónugras&súraldin, spearmint&piparmynta og Tetré

Innihaldsefni: Lífrænn súkrósi*, lífrænn vínberjasafi*, lífræn kókosolía*, potassium hydroxide**, lífræn ólífuolía*, lífrænt shikakai duft*, lífræn fair deal hampolía, lífræn jojoba olía, lífræn maíssterkja, sítrónusýra, tocopherol (E-vítamín)

*Vottað lífrænt, **ekkert verður eftir í fullunninni sápu

 

Hárnæring og hárkrem

Lífrænt extrakt úr shikakai jurtinni er blandað í grunn af þykkni úr lífrænum sítrónusafa ásamt lífrænum fitusýrum til að búa til hárnæringuna. Hana þynnir þú út með vatni og notar eftir hárþvott til að mýkja og næra hárið.

Hárkremið er borið í blautt hárið eftir sturtuna en ekki þvegið úr. Best er að handklæðaþurrka hárið og greiða svo kremið í gegnum hárið með fingrunum. Hárið verður mjúkt, viðráðanlegt og laust við rafmagn án þess að verða fitugt eða hart. Hárkremið er fánlegt með lofnarblóma eða piparmyntuilm.

Innihald í hárnæringu: Lífrænn sítrónuafi, lífrænt Shikakai duft, lífræn kókosolía*, potassium hydroxide**, lífræn ólífuolía*, lífræn fair deal hampolía, lífræn jojobaolía, lífræn sítrónuolía, lífræn appelsínuolía, sítrónusýra, tocopherol (E-vítamín)

*Lífrænt vottað, **ekkert verður eftir í fullunninni hárnæringu

 

Sótthreinsisprey fyrir hendur

Milt en áhrifaríkt og ilmar dásamlega. Hentar jafnt börnum sem fullorðnum. Þurrkar ekki húðina

Innihaldsefni: lífrænt ethyl alcohol*, vatn, lífrænt glycerin, lífræn lavenderolía

*vottað lífrænt