Neera

Neera sírópið var hannað í Sviss af hópi fólks í náttúrulækningum. Í upphafi 9.áratugarins keypti hópurinn réttinn til að dreyfa bók Stanley Burroughs, The Master Cleanser, um Evrópu. Sítrónu hreinsikúrinn sem bókin fjallar um varð fljótlega gríðarlega vinsæll þar en fljótlega áttuðu þau sig á að hlynsíróp eitt og sér væri ekki nóg og skorti mörg nauðsynleg steinefni til að styðja við líkamann í gegn um föstuna. Eftir fimm ára vinnu og hundruð prófana varð niðurstaðan blanda af kanadísku C flokks hlynsírópi og nokkrum tegundum pálmasírópa frá SA-Asíu.