Ddrops

Ddrops fyrirtækið er Kanadískt og var stofnað með það að leiðarljósi að útvega fólki þetta mikilvæga vítamín sem svo marga skortir á sem einfaldastan og hreinastan hátt. Allar rannsóknir þeirra og þróun miða að því að færa þér öruggt, áhrifaríkt, þægilegt og hagkvæmt D vítamín.

Mikilvægi D vítamíns fyrir beinheilsu hefur lengi verið þekkt en á síðustu árum hafa rannsóknir leitt betur og betur í ljós að það er hverri frumu nauðsynlegt til margvíslegra starfa. Líkaminn framleiðir D vítamín úr sólarljósi í húðinni en hér á norðurhveli er lítið um sólarljós og föt eða sólarvörn koma í veg fyrir að það litla sólarljós sem kemst að húðinni nýtist. Þetta verður til þess að stóran hluta fólks skortir nægilegt magn.

Meira um fyrirtækið hér: http://www.ddrops.ca/